Metal Storm logo
Katla. - Ferðalok lyrics



Tracks



01. Kaldidalur

Ei voga sér að jökulrönd
drottnar hvorki né djöflar
Lífsvon mín að engu varð
í ferðalok svo þreyttur

Eintal óttans kvað sér hljóðs
sáttur gaf upp andann
Gröf mín þar sem gafst upp hold
í jökulsins langa dal og kalda

Ég veit ég aldrei kem til baka
til baka heim til þín
Ég leggst í svefninn langa
Í friði og ró í Kaldadal

Dauðans hvíta hulan köld
grænan gróður kæfir
Lífsins dagur stuttur er
í jökulsins langa dal og kalda

Ég veit ég aldrei kem til baka
til baka heim til þín
Ég leggst í svefninn langa
Í friði og ró í Kaldadal
Ég sef og aldrei dagar aftur
nótt mín eilíf er
Ég leggst í svefninn langa
Í friði og ró í Kaldadal

02. Dómadalur

Ég flý mína fortíð
í Dómadal
Á lífsins torleið
man svikahjal

Í jöklinum hljóða
sprungurnar
Svo orti skáldið
um dauðann Þar
Ég ek í burtu
burtu frá þér
Svo langt
svo langt í huga mér

Týndur í Dómadal er
frosið er nú norðurhvel
seint kemur vor

Skellur á hríðin
í sporin mun fenna
sundrast þar vegir
og brýrnar þær brenna
Dauðinn er vís
og margt mun þér kenna
er draugur minn rís

Týndur í Dómadal er
frosið er nú norðurhvel