|
Tracks
01. Silfur-Refur
Röddin hún hvislar púkinn fer á stjá
Í húmmu læðist lævis er hann sá
Andanum ógnar ég aldrei atti von
Þreytist hann aldrei, heimski einskis son?
Hann stappar í gólfið þrammarfram á nótt
Aldrei hann sefur aldrei er honum rótt
Heltekinn hugurinn, ég aldrei átti von
Vakandi óværan feðraði þennan son
(Oh-oh, oh)
Brennur í skinni, að heiftinni linni nú
Hálsinn í snöru, ég óttast ei lengur trú
Heltekinn hugurinn, ég átti aldrei von
Vakandi óværan feðraði þennan son
02. Ísafold
Inn að beini nú
Nístir kuldi þinn á ný
Í sorginni er gimsteinn
Hlýjunnar á við blý
Marga dýrðardaga og nætur
Dvelur þú í höfði mér
Í grimmu húmi nætur
Dansar hún er engin sér
Oh
Ísafold nú blædir hér
Á rotnu holdi gædir sér
Jafnvel þó sátin
Risi úr svefnsins væru laug
Med funa blóds að vopni
Sæla út um hverja taug
Var vonin veik og sjálfið
Dýrkað sem hin helgu vé
Oh, oh, oh
Ég heyri ekki lengur
Storminn geisa, komdu inn
Oh
03. Hula
Þá herrann heldur dóm
Hjálpar engum hræsnin tóm
Allt mitt lif skal ég þóknast þér
Þar til, bið ég hjálpaðu mér
Undrast ei álog min
Miskunn mun ég hljóta andans náð
Fýsn hóldsins gamnar sér
Skrúda alls hins ljóta ég nú ber
Í gnistri tanna ég grátbið nú
Bikar heiftar drýpur af
Í gnistri tanna ég grátbið nú
Bikar heiftar drýpur af
Í gnistri tanna ég grátbið nú
Bikar heiftar drýpur af
Ho
Í gnistri tanna ég grátbið nú
Bikar heiftar drýpur af
Drýpur af
04. Nárós
Ég stari á gráan steininn þinn
Þitt kalda hjarta þögnin var svo þung
Bitur renna reiðitár á ný
Þú varst eldurinn í hjarta mér
Svo trysti
Og frostið beit
Endir vonar upphat sársaukans
Ég stari á gráan steininn þinn
Bitur renna reiðitár á ný
(Oh, oh-oh-oh-oh-oh)
Öll þinn ljotu orð bergmála
Bergmála í huga mér
Hver stund er hjartamorð þér, já, morð
Undarleg var þin ást hlýja
Þú horfðir á mig þjást
O nú bið ég um einhvern fjandans grið
Ég strái salti í gömul sár
Bitur renna reiðitár
Hvert tár er á við einn dag
Eitruð var þin tryggð og tunga
Bitur renna reiðitár
Þitt hjarta kalt, þögnin var svo þung
Öll þinn ljotu orð bergmála
Bergmála í huga mér
Hver stund er hjartamorð þér, já, morð
Undarleg var þin ást hlýja
Þú horfðir á mig þjást
O nú bið ég um einhvern fjandans grið
Ooh
05. Hvít Sæng
Milli hafs og fjalls er þorpið
Hvit sæng hylur Súðavik
Forynja, um himinhvolfið reið
Norðanbálið öskraði
Kaldir hnefar blindir börðu
Milli steins og sleggju, heims og helju
Það brakað og brast, veröldin skalf
Sálir vöktu meðan aðrar sváfu
Ískalt viti-norðanbál
Ískalt viti-norðanbál
Snjórinn fjótraður
Snjórinn fjótraður
Ó, móðir, hvers vegna?
Ó, móðir, hvers vegna?
Þorpið svöðusár
Dauði, öskur tár
Hvít sæng hylur Súðavik
Hvít sæng hylur Súðavik
Kústir, frosin tár
Kústir, frosin tár
Hvít sæng hylur Flateyri
Hvít sæng hylur Flateyri
Dauði, öskur tár
Þorpið svöðusár
Vaknaði, ég vaknaði
Vaknaði í viti
Hann kallaði, kallaði
Er einhver hér á lifi?
Kallaði, kallaði
Kallaði á bróður
Kalladi, kallaði
Kallaði á móður
06. Dýrafjörður
Nú vindar blása sem aldrei blésu fyrr
Nú fall öll votn til Dýrafjarðar
Riðum, riðum, riðum yfir heiðina holdum
Deyr fé og deyja frændur
Fátt veit sá sem sefur, fold flóði tekur við
Fennir í flest að vetrar sið
Ei er nauðin fogur, né frelsið hel
Sáttin sár, hneit þar vel
Ég vakna á ný í algleyminu
Hugarróm var löngu seld
Með dagsbirtu er von
Dagur gengur í garð
Fokið er í flest öll grið
07. Ambátt
Whoa-oh-oh, oh
Whoa-oh-oh, oh
Augun þylja upp sögu þá
Brosandi þjáningu segir frá
Bundin, kefluð, ótti, mar
Barnið sefur vonandi
Svefninn orðinn sársauki
Sjukur dagurinn er
"Þessa nótt ég streittist við
Umfram mannleg mórk"
Barnið sefur vonandi
Ekki rugga bátnum
Brátt kemur logn
Högg sem álda, sjaldan stök
Hertu upp huggan
Skjólið dýru verði keypt
Þú ert ambátt
Heyrir barnið þessi hljóð
Sofna ég við storknað blóð?
Whoa-oh-oh, oh
Whoa-oh-oh, oh
Whoa-oh-oh, oh
Whoa-oh-oh, oh
Reipið brenndi úlnliðinn
Neglur ristu holdið gegn
Svartnættis óskaði heitt
Mig dauða þú færð ekki meitt
08. Bláfjall
Sá aldrei feigðina í augum þér
Sá aldrei dauðann, hann speglast í mér
Hann righeldur í mig
Og sleppir mér ekki
Hann torir
Ég sá hann aldrei fæðast í þér
Sá hann aldrei læðast að mér
Hann læðist að mér
Sem lyktarlaust gas
Hann læðist
Æ, siðan er ég hræddur
Æ, siðan er ég flón
Æ, siðan er ég kvalinn
Lotningin fékk dóm
Æ, siðan ég varð maður
Æ, siðan óx mér þor
Hef stigið inn í óttann
Hef þegið dauðans boð
Fann ekki veikina, veikina í þér
Fann ekki andans hörgul hjá þér
Vitstola er
Á mölinni ek út
Í tómið
Sá aldrei dauðann í augum þér
Sá aldrei feigðina fæðast í mér
Hún fegrast í mér
Hún hæðist að mér
Ó svo Lævis
Mig dreymdi svo oft
Úr rústum ég reis
Í fjörðinn ég hélt á ný
Við fjallanna rót
Og við jökulsins bót
Og vakna í hinsta sinn
Sá aldrei feigðina í augum þér
Sá aldrei dauðann, speglast í mér
Hann righeldur í mig
Og sleppir mér ekki
Hann torir
|