Misþyrming - Algleymi lyrics
Tracks 01. Orgia
02. Með Svipur Á Lofti 03. Ísland, Steingelda Krummaskuð 04. Hælið 05. Og Er Haustið Líður Undir Lok 06. Allt Sem Eitt Sinn Blómstraði 07. Alsæla 08. Algleymi 01. Orgia
Hjörðin berst fyrir lífi sínu
sem svanir móti stormi. Þau standa í þeirri trú að þau hafi eitthvað val, hahahaha... Hann er vel varinn handan hvítra múrveggja. Haldið þið virkilega að sá með völdin: Drottinn yðar gefi ykkur val? Hans ríki þrífst á stríði og þegnar hans þjóna því blíðir. Hvers vegna að hafna hans veldi þegar þrældómur vor er hulinn með draumum í vöku? Nú ákalla þau dýrið dátt og æða áfram dreymin. Til lofts þau lyfta veigum hátt og dansa glatt í algleymi. Hans ríki þrífst á óreiðu og þegnar hans upphefja það glaðir. Hvers vegna að efast hans verk þegar hvert högg svipunnar er sem blíð gola á kinn? 02. Með Svipur Á Lofti
Stoðkerfi alls lífs er örkumla
því lífæðin fellur hver af annarri. Skrýmslið hrifsar þær allar að sér og sýgur ötult að sér allt sem eitt sinn blómstraði. Þar stendur það stælt á veikburða grundu og étur undan sér jarðveginn. Hún reynir af mesta megni að berjast á móti en ríkjandi Guð, með svipur á lofti lætur eigi undan. Hann hrifsar að sér loftið sem æ verður af skornari skammti en þrátt fyrir að rýmið þrengi og þrengi að ríkir Hann enn með svipur á lofti. 03. Ísland, Steingelda Krummaskuð
Grýttur, líflaus jarðvegurinn
svo langt sem augað eygir. Hér mun aldrei neitt þrífast eða vaxa. Ógjöful en grimm drottnar hér þurrðin og við tekur dimm eilíf nóttin. Líf færist um set og ætlar að frjóvga jörðina en veikburða hörfar á brott út í leiðarlausu langferðina. Hér mun aldrei neitt þrífast eða vaxa. Hér mun aldrei neitt lifa eða dafna. Ísland, steingelda krummaskuð? 04. Hælið
[Instrumental]
05. Og Er Haustið Líður Undir Lok
Sem handbendi lífsviljans
Dönglum við umkomulaus Á fingrum tilverunnar Lykkjuföll kvöldsins Táldraga mennina Að skauti næturinnar Um öngstræti daganna Frá einni vörðu til annarrar Magnast kliðurinn Um öngstræti daganna Frá einni vörðu til annarrar Lengist vegurinn Raust sem aldrei þagnar Blæs sjálfshatrinu Byr undir báða vængi Um öngstræti daganna Frá einni vörðu til annarrar Magnast kliðurinn Um öngstræti daganna Tekur ekkert við Handan þjáninganna 06. Allt Sem Eitt Sinn Blómstraði
Það rigndi í dag
og hugur minn flögraði ráðlaus um tómið. Hægt börðust lungun um loftið og þungt sló biturt hjartað. Reykurinn steig upp gegnt dropunum sem hugsanir sveiflandi í járnum. Þær klófestu sig um mig allan og héldu mér í föstum skorðum. Skýin huldu himininn og lokuðu okkur inni. Marraði á milli trjáa þegar droparnir slógust á laufin. Langt nær slóðin er litið er um öxl og þungt er hvert einasta spor. Sólin fjarlægist hægt handan við skýin hægt, en ákveðin er hún. Þungt liggur yfir jörðu flóðið frá himnum. Rifbein mín halda þétt í skefjum anda mínum og hjartslætti. Brátt kemur langur vetur og bundin erum við einsömul jörðu. 07. Alsæla
Sama baráttan aftur og aftur
hvern einn og einasta dag. Alltaf aftur á byrjunarreit. Alsæla, hvert fórstu? Sömu gömlu slagsmálin, endurfæðingin góða. Fyrsta högg er slegið og annað strax til baka. Ó, ástin mín þarna ertu! Ég hef saknað þín svo sárt. Gakk nú með mér gyðja. Guðleg, fylltu mitt tóm. Ó, góði Guð, mér líður svo vel og ég vil meira, já, meira! Blessaðu mig með mætti þínum aftur og aftur, og aftur og aftur! Ó, ástin mín, aldrei fara frá mér aftur. Þú sem ætíð ert mér æðri, ég krýp á kné fyrir þér. 08. Algleymi
Í stormi gekk ég sem áður,
barðist gegn óbeislandi öflum en ég hélt samt ótrauður áfram jú, endanum var ekki náð. Það virtist eigi innan seilingar að ég ætti erindi sem erfiði og hljóp það með mig í gönur hve nóttin varð alltaf meiri. Moldugan veginn tróð ég fast og reyndi að horfa fram á við, en skyggnið reyndist sem áður gjörsamlega til einskis nýtt. Þá, á krossgötum mætti ég Honum, þeim sem ég taldi mig best þekkja. En Hann sem þar stóð gegnt mér reyndist ekkert vera nema spegilmynd. Hann fylgdi mér áfram um tíma yfir torfærar hæðir og hóla, uns við stóðum loks við lokamarkið: við dyr hallar Algleymis. Nú hafði nóttin náð sínu hámarki og ég stóð á stalli mínum en eigi í ljóma þeirrar gleði sem ég vænti heldur berstrípaður og allslaus. |