Metal Storm logo
Eldrún - Svarið lyrics



Tracks



01. Svartir Söngvar (Intro)

[Instrumental]

02. Engin Leið Heim

Music by Eldrún
Lyrics by Diddi Eðvarðs
Svört þoka læðist yfir mín svæði
og ég reyni að skilja að það er ég sem hræði
við höldum höndum um hvort annað í nótt

Orðin ein breyta þér seint
engin leið, engin leið heim

Köld stemning æðir um mig nótt eftir nótt
meindýrið á sér andlit frítt og ljótt

Fagrar myndir í hjartanu brenna svo ört
og öllu ég eyði, öllu ég gleymi

Orðin ein breyta þér seint
engin leið, engin leið heim

03. Dýrðin

Music by Eldrún
Lyrics by Diddi Eðvarðs
Angist, alsvört nótt
þögnin, allt varð hljótt
æska, elíf bál
skammlíf sál, sár bergmál

Í eitt sinn ég mig finn
á fljótið kallar hafið
en hverfult er dýpið

Lygin felur mig
djöfull elskar þig
blóðgar, býr til sár
hann hefur ráð, yfirráð

Í eitt sinn ég mig finn
á fljótið kallar hafið
einn dag ég kemst heim
hverful er dýrðin

Hey, ég og þú

Í eitt sinn ég mig finn
á fljótið kallar hafið
einn dag ég kemst heim
hverful dýrð

04. Lifi Nóttin

Music by Eldrún
Lyrics by Diddi Eðvarðs
Ég stend um sinn
ég stari í gegnum fjöldann til þín
og ég sé þau skera svartan reykinn, orðin

Fegurðin sem umlykur þig er eins og nóttin, lifi nóttin
ímyndin sem þú hefur, hefur tök á mér, hald á mér
lygin sem þig nærir hefur náð og birtu
dásemd sem og neyð, gef mér allt

Stígðu inn í ljósið
meðan heimur þinn hrynur
særðu skinn að blóði
þér er feigðin vís vinur

Svo tært þú syngur hjörtun rauð
um kalda auðn í andnauð
og ég skil svo vel orðin

Fegurðin sem umlykur þig er eins og nóttin, lifi nóttin
ímyndin sem þú hefur, hefur tök á mér, hald á mér
lygin sem þig nærir hefur náð og birtu
dásemd sem og neyð, gef mér allt

Stígðu inn í ljósið
meðan heimur þinn hrynur
sært skinn að blóði
þér er feigðin vís vinur
þér er feigðin vís vinur

05. Svarið

Music by Eldrún
Lyrics by Diddi Eðvarðs
Ég stend um sinn
ég stari í gegnum fjöldann til þín
og ég sé þau skera svartan reykinn, orðin

Fegurðin sem umlykur þig er eins og nóttin, lifi nóttin
ímyndin sem þú hefur, hefur tök á mér, hald á mér
lygin sem þig nærir hefur náð og birtu
dásemd sem og neyð, gef mér allt

Stígðu inn í ljósið
meðan heimur þinn hrynur
særðu skinn að blóði
þér er feigðin vís vinur

Svo tært þú syngur hjörtun rauð
um kalda auðn í andnauð
og ég skil svo vel orðin

Fegurðin sem umlykur þig er eins og nóttin, lifi nóttin
ímyndin sem þú hefur, hefur tök á mér, hald á mér
lygin sem þig nærir hefur náð og birtu
dásemd sem og neyð, gef mér allt

Stígðu inn í ljósið
meðan heimur þinn hrynur
sært skinn að blóði
þér er feigðin vís vinur
þér er feigðin vís vinur

06. Eymd Þín Venst

Music by Eldrún
Lyrics by Diddi Eðvarðs
Hvert ferð þú þegar kólnar allt
og svertir sól, hvert ferð þú?
Hví sefur þú meðan kæfir myrkrið kalt
á kvöldum nú, hví sefur þú?

Fyrir mörgum árum átti ég mér vin
og hann skildi ég svo vel bara núna um daginn
minn vin, minn vin

Þú veist, eymd þín venst
þú veist, eymd þín venst

Hví sefur þú meðan kæfir myrkrið kalt
á kvöldum nú, hví sefur þú?

Fyrir fáum dögum heyrði ég um þig
þú sagðir nokkur orð en kannski ekki beint
við mig, við mig

Þú veist, eymd þín venst
þú veist, eymd þín venst
og nú, og nú ég veit
og nú, og nú ég veit

Þú veist, eymd þín venst
þú veist, eymd þín venst
og nú, og nú ég veit, ég veit

07. Silfur

Music by Eldrún
Lyrics by Diddi Eðvarðs
Syngdu þína svörtu söngva
leiðumst út í fagra nóttina
viltu með mér einum lenda
í þessu hér sem má aldrei enda
viltu klífa hæðir sótsvikuls fjalls
viltu sigra jötna, sterkari en allt

Sýndu þínar beittu tennur
tárin slökkva eld sem brennur út
biturð sem að ekkert bítur á
silfur sem að aldrei fellur á
viltu klífa hæðir sótsvikuls fjalls
viltu sigra jötna og særa til falls
að lokum brennur allt, að lokum brennur allt

Nú róast hjarta við blíðrauðan himinn
heyrast raddir allsstaðar af
tíminn galdrar, grefur í huga kyrrð
rétt eins og fljótið við endum og byrjum upp á nýtt
við fljótum í tómið, ég veit þú ert blindur eins og ég, eins og ég
ég sé ekki neitt